Grátlegt tap gegn Spáni

Fyrir leik (mynd: María Stefánsdóttir)
Fyrir leik (mynd: María Stefánsdóttir)

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí var grátlega nálægt því að leggja sterkt lið Spánar í dag en tapaði leiknum í vítakeppni.

Spánn byrjaði leikinn í kvöld betur og var sterkari aðilinn í fyrstu lotu en eftir hana hafði Spánn 2-0 forystu. Leikurinn jafnaðist í þeirri annarri en Spánn skoraði eina mark lotunnar og staðan var því 3-0 fyrir síðustu lotuna. Íslenska liðið gafst þó ekki upp og minnkuðu muninn í byrjun lotunnar með marki frá Flosrúni Jóhannesdóttur. Spánn skoraði þó fljótt aftur og hélt forystunni þar til rétt rúmar þrjár mínútur lifðu leiks en þá tók við ótrúlegur kafli hjá Íslenska liðinu. Guðrún Viðarsóttir minnkaði þá muninn í tvö mörk og tveimur mínútum fyrir leikslok skoraði Silvía Björgvinsdóttir þriðja mark Íslands. Aðeins einni sekúndu fyrir leikslok jafnaði Flosrún leikinn með sínu öðru marki í leiknum. Við tók framlenging þar sem hvorgu liðinu tókst að skora en Spánn skoraði eina markið í vítakeppninni og tóku því tvö stig úr leiknum á meðan það Íslenska fékk eitt. Þrátt fyrir tapið sem gat ekki tæpara staðið þá eru þetta frábær úrslit fyrir Íslenska liðið og til marks um enn eitt skrefið fram á við hjá liðinu sem er enn í baráttunni um verðlaunasæti í mótinu. Næsti leikur er á fimmtudag en þá er mótherjinn Slóvenía sem hafa unnið alla sína leiki í mótinu. Leikurinn hefst kl 12 á hádegi og er sýndur beint á netinu en vefslóðina má finna hér