Haustmót ÍSS á Akureyri

Frá Akureyrarmótinu 2011
Frá Akureyrarmótinu 2011


Um komandi helgi fer fram Haustmót ÍSS í listhlaupi á skautum í Skautahöllinni á Akureyri. Dagskrá mótsins (á vef Skautasambandsins).

Þetta er fyrsta ÍSS mótið á þessu hausti, en mótið fer fram í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag og sunnudag, 29.-30. september, auk þess sem æfingar verða á föstudeginum.

Mótið hefst raunar með æfingum á föstudag kl. 16-19, en keppnin sjálf hefst á laugardagsmorguninn og stendur kl. 8-13, og svo aftur frá kl. 16 eftir að hlé verður gert á meðan opið er fyrir almenning á svellið. Keppni á laugardeginum lýkur kl. 18.30 en síðan er haldið áfram kl. 8 á sunnudagsmorguninn og mótinu lýkur kl. 13 á sunnudag. Nákvæmari dagskrá fyrir mótið verður birt núna í vikunni.

Við eigum að sjálfsögðu nokkra sterka keppendur á þessu móti. Okkar keppendur eru: Rebekka Rós Ómarsdóttir (8 B), Marta María Jóhannsdóttir (8 A), Aldís Kara Bergsdóttir (10 B), Pálína Höskuldsdóttir (12 B), Emilía Rós Ómarsdóttir (12 A), Harpa Lind Hjálmarsdóttir (14 B, novice B) og svo þær Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, Arney Líf Þórhallsdóttir, Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir, Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Sara Júlía Baldvinsdóttir í novice A.

Keppendalistinn (á vef Skautasambandsins)

Myndin er af keppendum á Akureyrarmótinu 2011.