Haustmót ÍSS helgina 18.-20. september fyrri keppnisdagur.

8 ára og yngri B
8 ára og yngri B

Keppni hófst í morgun klukkan 8 með keppni i flokki 8 ára og yngri B.

1. sæti Katrúlín Sól Þórhallsdóttir SA með 17.36 stig.

2. sæti Kristbjörg Eva Magnadóttir SA með 12.11 stig.

Því næst hófst keppni í 10. B þar  urðu úrslit þessi:

1. sæti Júlía Rós Viðarsdóttir með 22.11 stig

3. sæti Kolfinna Ýr Birgisdóttir með 21. 07 stig

4. sæti Rakel Sara Kristinsdóttir með 18.77stig

5. sæti Eva María Hjörleifsdóttir með 15.68 stig

6. sæti Telma Marý Arinbjarnardóttir 14.93 stig

Keppni í Stúlkna flokki A stutta prógrammið var næst á dagskránni. Þar urðu úrslit þessi að loknu stutta.

1. sæti Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir með 25.49 stig.

2. sæti Marta María Jóhannsdóttir með 24.60 stig.

5. sæti Aldís Kara Bergsdóttir með 19.77 stig.

Keppni i junior A var næst á dagskránni og þar urðu úrslit þessi að loknu stutta.

3. sæti Emilía Rós Ómarsdóttir með 29.96 stig.

4. sæti Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir með 25.04 stig.

Þessir tveir flokkar, stúlknaflokkur A og Junior A halda svo áfram keppni á morgun og þá skauta þær frjálsa prógrammið

Eftir hádegið hélt svo keppni áfram í B flokkum og var þá röðin komin að flokki 12 ára og yngri B þar urðu úrslit þessi

1. sæti Bríet Berndsen Ingvadóttir með 22.24 stig.

7. sæti Anna Karen Einisdóttir með 17.31 stig.

Að lokum var komið að stúlknaflokki B. Þar áttum við einn keppanda.

1. sæti Eva Björg Halldórsdóttir með 30.70 stig.

 

Við óskum stelpunum öllum og Ivetu þjálfara til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með ykkur áfram í vetur.

Myndir frá verðlaunaafhendingu dagsins er að finna hér

Keppni heldur svo áfram klukkan 8 í fyrramálið með keppni í A flokkum.