Karfan er tóm.
Í frétt okkar eftir leik Íslendinga og Norðmanna í gær kom fram villa í tímasetningu í fyrri leik okkar manna í dag. Hann hófst kl. 6:30 í morgun að íslenskum tíma en ekki kl. 10:00 eins og stóð í fréttinni.
Finnar byrjuðu betur í leiknum gegn Íslendinum í morgun, unnu fyrstu tvær umferðirnar og komust í 5-0. Íslendingar voru að sjálfsögðu ekkert á þeim buxunum að leggja árar í bát og skoruðu þrjú stig í þriðju umferðinni, minnkuðu muninn í 5-3. En Finnar unnu þá næstu þrjár umferðir og voru komnir með sex stiga forystu eftir sex umferðir, 9-3, og þau urðu úrslit leiksins. Íslenska liðið hefur nú unnið einn leik og tapað tveimur.
Næsti leikur okkar manna er síðar í dag en klukkan 17:00 að íslenskum tíma mæta þeir liði Englendinga.
Mögulegt er að fylgjast með framgangi leikja umferð fyrir umferð á meðan þeir standa yfir á úrslitavef finnska krullusambandsins.