HM eldri leikmanna í krullu: Tap gegn Írum í fyrsta leik

Íslendingar lágu fyrir Írum í fyrsta leik sínum á mótinu, 2-8.

Íslendingar hófu í morgun leik á Heimsmeistaramóti eldri leikmanna í krullu sem fram fer í Vierumäki í Finnlandi. Andstæðingar í fyrsta leik voru Írar og máttu Íslendingar játa sig sigraða, 2-8.

Írar unnu fyrstu þrjár umferðir leiksins með einu stigi og komust í 3-0, Íslendingar svöruðu þá fyrir sig og minnkuðu muninn í 3-2 en aftur unnu Írar þrjár umferðir í röð og voru komnir í 8-2 eftir sjö umferðir og var áttunda umferðin ekki leikin.

Einhver ruglingur varð á heimasíðu mótshaldara því á einum stað stendur að Íslendingar hafi sigrað 8-2 en þegar skor liðanna er skoðað nánar frá umferð til umferð virðist sem úrslitunum hafi verið snúið við. Þessi viðsnúningur virðist hafa orðið við skráningu á öllum úrslitum fyrstu umferðarinnar hjá mótshöldurum. Hægt er að fara beint inn á síðuna með úrslitum leikja með því að smella hér.

Ísland  0 0 0 2 0 0 0 X  2
Írland  1 1 1 0 2 1 2 X  8

Næsti leikur okkar manna verður kl. 17:00 á morgun að íslenskum tíma. Andstæðingarnir verða Norðmenn sem töpuðu 2-10 gegn Ný-Sjálendingum í fyrsta leik sínum í morgun.