HM eldri leikmanna í krullu: Tap í lokaleik okkar manna

Íslendingar hafa lokið leik á mótinu, unnu einn leik. Norðmenn og Danir fyrir neðan okkur og fara heim án sigurs á mótinu.

Íslendingar lágu fyrir Ítölum í lokaleik sínum á Heimsmeistaramóti eldri leikmanna í krullu sem fram fer í Finnlandi. Ítalir skoruðu tvö stig í fyrstu umferðinni, Íslendingar minnkuðu muninn í 2-1 en síðan skoruðu Ítalir fjögur stig í þriðju umferðinni og staðan orðin 6-1. Eftir það skiptust liðin á að skora eitt stig í hverri umferð og endaði leikurinn með sigri Ítala 8-3.

Íslendingar unnu einn leik á mótinu og urðu næstneðstir í sínum riðli. Í hinum riðlinum voru Eistlendingar á sama róli og við með einn sigur en athygli vekur að frændur vorir Danir og Norðmenn fara heim án sigurs á mótinu.

Ísland  0 1 0 1 0 1 0 x 3
Ítalía  2 0 4 0 1 0 1 x 8

Úrslit allra leikja og lokastöðu mótsins er að finna á úrslitavef finnska krullusambandsins.