HM yngri leikmanna í Svíþjóð

Heimsmeistaramót yngri leikmanna stendur nú yfir í Svíþjóð. Mögulegt er að horfa á leiki í beinni útsendingu á netinu.

Mótið hófst sunnudaginn 1. mars og lýkur með úrslitaleikjum sunnudaginn 9. mars. Áhugafólk um krullu getur fengið að njóta snilli unga fólksins því í hverri umferð er bein útsending frá einum leik ásamt því að fastar vefmyndavélar eru á hverri braut. Slóðin: http://www.curlingkanalen.se.

Þess má til gamans geta að tvær af þeim dönsku sem spiluðu á Ice Cup í fyrra eru þátttakendur á HM, Madeleine Dupont er fyrirliði danska liðsins og Camilla Jensen er þjálfari þess. Einnig er gaman að segja frá því að einn úr danska piltalandsliðinu, Martin Poulsen, er fyrirliði liðs frá Tårnby sem kemur til þátttöku á Ice Cup þetta árið.