Hokkí fyrir hópa, kynntu þér málið

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (18.03.2014)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (18.03.2014)


Meistaraflokkur karla í íshokkí hjá Skautafélaginu bryddar upp á skemmtilegri nýjung og nú býðst hópum og fyrirtækjum að spila alvöru íshokkíleik með dómurum, þjálfurum og öllu tilheyrandi.

Innifalið í tilboði er fullur íshokkíútbúnaður og handleiðsla leikmanna úr meistaraflokki. Hópurinn fær stutta kennslu í undirstöðuatriðum íþróttarinnar, skipt er í lið og hópurinn fær að spila alvöru íshokkíleik með dómurum og þjálfurum.

Þetta er frábært hópefli, hentar til dæmis vel sem upphitun fyrir starfsmannaskemmtun eða hluti óvissuferðar. Til umráða eru tímar flesta laugardaga kl. 17 og miðvikudagskvöld kl. 21 fram til 20. maí, en ef aðrir tímar henta betur er hugsanlegt að hliðra til og finna aðra tíma. 

Fáðu tilboð eða ítarlegri upplýsingar með því að senda póst á skautahollin@sasport.is.