Karfan er tóm.
Ásynjur báru sigurorð af Ynjum en þessi lið mættust í fjórða sinn á þessu tímabili. Leikurinn var merkilegur fyrir margar sakir en þá helst fyrir það að Hulda Sigurðardóttir steig aftur á ísinn eftir 7 ára fjarveru í meistaraflokki og skoraði 2 af fjórum mörkum Ásynja.
Hægt er að horfa á leikinn á http://www.ihi.is/is/upptokur
Hulda er fædd árið 1971 og er elsti leikmaður sem keppt hefur í meistaraflokki kvenna en þess má geta að yngsti leikmaðurinn í liði Ynja, April Orongan, er fædd árið 2002 og er því 31 árs aldursmunnur á þessum tveimur leikmönnum. Þá stjórnaði Sarah Smiley Ynjum í fysta skipti í vetur en hún hefur tekið við þjálfun liðsins af Birni Má Jakobssyni sem stýrði liðinu fyrri hluta vetrar.
Leikurinn byrjaði fjörlega en líkt og í fyrri viðureignum þessarra liða stjórnuðu Ásynjur spilinu að mestu en Ynjur vörðust grimmilega. Fyrsta mark leiksins skoruðu Ásynjur eftir tæplega 15 mínútna leik þegar Eva Karvelsdóttir kom pekkinum í markið. Ynjur jöfnuðu svo metin þremur mínútum síðar með marki frá Silvíu Björgvinsdóttur. Staðan 1-1 eftir fyrstu lotu. Þá var komið að þætti Huldu Sigurðardóttur en hún kom Ásynjum yfir eftir undirbúning Birnu Baldursdóttur þegar um 4 mínútur voru liðnar af annarii lotu og bæti svo við öðru marki sínu nokkrum mínútum síðar með aðstoð Guðrúnar Blöndal. Ásynjur áttu frábæra aðra lotu og höfðu öll völd á vellinum en Elise Valjaots stóð vaktina vel í marki Ynja líkt og oft áður. Leikurinn jafnaðist út í þriðju lotu en eina mark lotunnar skoraði Díana Björgvinsdóttir og Ásynjur sigruðu með fjórum mörkum gegn einu.
Ásynjur juku forystu sína á toppi deildarinnar í 10 stig en Björninn á tvo leiki til góða. Ynjur eru í þriðja sæti með 6 stig. Næsti leikir Ynja verða um helgina þegar þær ferðast suður og spila tvívegis við SR en Ásynjur eiga næst heimaleik gegn SR laugardaginn 17. Janúar.