Karfan er tóm.
Það er nú að verða algengara að íslenskir leikmenn reyni fyrir sér á erlendri grund. Fyrir ári síðan fór Jón Gíslason til Danaveldis og spilað þar eitt tímabil. Hann kom svo heim í úrslitin ásamt Lurknum og tóku þeir þátt í að tryggja okkur titilinn enn eina ferðina.
Jón Gíslason er nú komin til Asiu og spilar með "Nordic Vikings" sem hefur Beijing sem heimaborg. Upplýsingar um deildina og liðin má finna á
Lurkurinn sjálfur er búinn að taka fram skautana og er að koma sér í form, hann verður hins vegar með SR-ingum í vetur á meðan hann er að klára praktíkina í borg óttans.
Í haust lagði svo Birkir land undir fót og ætlaði að spila með Danska liðinu sem Jón og Daði úr Birninum voru í sl. vetur, en það lagði upp laupana og Birkir færði sig yfir sundið til Forshaga IF. Upplýsingar um það lið má finna á
Það verðu gaman að sjá drengina í landsliðinu í vor en vonandi komast þeir heim í HM2006 í apríl.