Ice Cup - ýmsar upplýsingar

Örfáir dagar í Ice Cup og ekki seinna vænna að kynna sér dagskrá, keppnisreglur og fleira. Allar upplýsingar hér á vefnum.

Allar upplýsingar um mótið, svo sem dagskrá, keppnisreglur, leikjadagskrá, úrslit, lið og leikmenn og fleira er að finna hér - en einnig má smella á hlekkinn í valmyndinni hér til hliðar.

Greiða þarf þátttökugjald í einu lagi fyrir hvert lið ef þess er nokkur kostur - vinsamlega leggið 18.000 krónur inn á reikning deildarinnar, setjið liðsnafnið og Ice Cup í skýringu og sendið kvittun á davidvals@simnet.is. Bankareikningur: 0302-13-301232, kennitala: 590269-2989.

Miðar á lokahóf fyrir fjóra leikmenn eru innifaldir í þátttökugjaldinu. Tilkynnið þátttöku í sjoppunni á meðan mótið stendur. Þar verða einnig til sölu miðar fyrir gesti.

Vakin er athygli á því að örlítil breyting hefur verið gerð á keppnisreglunum. Eftir að öll liðin hafa leikið þrjá leiki er þeim skipt í A og B-hóp og eru tveir síðustu leikirnir leiknir innan hópanna. Í A-hópnum verður barist áfram um aðalverðlaun mótsins en efsta liðið í B-hópnum fær sérstök verðlaun. Sjá reglurnar hér.