Ingvar þriðji í kjöri íþróttamanns Akureyrar

Mynd: Þórir Tryggvason
Mynd: Þórir Tryggvason


Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í Menningarhúsinu Hofi í dag. Okkar maður, Ingvar Þór Jónsson, varð þriðji í kjörinu. Skautafélagið á um þriðjung landsliðsfólks akureyrskra íþróttafélaga og um helming Íslandsmeistara. 

Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er íþróttamaður Akureyrar 2013. Í öðru sæti í kjörinu varð Einar Kristinn Kristgeirsson frá Skíðafélagi Akureyrar en íþróttamaður SA, Ingvar Þór Jónsson, varð þriðji í kjörinu. Sasport óskar Ingvari til hamingju með þennan frábæra árangur.

Ótrúleg tölfræði
Í verðlaunahófinu sem fram fór í Hofi í dag voru afhentar viðurkenningar til þeirra íþróttafélaga sem áttu landsliðsfólk og/eða Íslandsmeistara á árinu 2013. Í tölfræði á þessu sviði ber Skautafélagið höfuð og herðar yfir önnur íþróttafélög bjarins. 

Alls áttu akureyrsk íþróttafélög 171 Íslandsmeistara á árinu, þar af voru 85 úr SA. Landsliðsmenn akureyrskra íþróttafélaga voru 102, þar af 36 frá SA. Tölurnar ljúga ekki. SA er stórveldi.