Karfan er tóm.
Appelsínugulir unnu báða leikina að þessu sinni og hafa tryggt sér sigur í haustmótinu.
Síðastliðinn laugardag var haldið innanfélagsmót hjá 4. flokki og 5A, sem átti að vera helgina á undan en var frestað vegna veðurs. Reyndar átti 4. flokkur að fara suður núna um helgina, en enn og aftur setti veðrið strik í reikninginn og ekkert varð af suðurferðinni.
Appelsínugula liðið vann báða leiki sína á laugardaginn nokkuð auðveldlega og hefur tryggt sér sigur í haustmótinu, sem samanstendur af fjórum mótum. Liðið hefur unnið 5 leiki og er með 10 stig. Græna og Svarta liðið geta ekki náð þeim að stigum þó svo eitt mót sé eftir, en keppni þeirra á milli um annað sætið verður væntanlega spennandi. Grænir og Svartir gerðu 4-4 jafntefli að þessu sinni. Grænir eru með 5 stig og Svartir með 3 stig.
Aðalmarkaskorarar að þessu sinni voru eftirtaldir:
Sigurður Freyr Þorsteinsson, 6 mörk og 2 stoðsendingar (Appelsínugulir)
Egill Birgisson, 4 mörk (Grænir)
Axel Snær Orongan, 3 mörk og 2 stoðsendingar (Svartir)