Karfan er tóm.
Íshokkísamband Íslands útnefndi í dag Önnu Sonju Ágústsdóttur og Jónas Breka Magnússon íshokkíkonu og íshokkímann ársins
Íshokkíkona ársins 2004
Anna Sonja Ágústsdóttir er 16 ár gömul. Hún fæddist á Akureyri 23.06.1988 og stundar nú nám við Menntaskólann á Akureyri. Anna Sonja hóf feril sinn sem markvörður 6 ára gömul og æfði og spilaði sem markvörður með yngri flokkum SA til 10 aldurs. Frá 12 ára aldri hefur Anna Sonja æft og spilað með kvennaliði SA og hefur alla tíð æft og spilað með yngri flokkum drengja (2. 3. 4. flokki) hjá SA. Hún hefur sótt erlenda hokkískóla og var í fyrsta íslenska kvennaliðinu sem keppti á erlendri grundu í Fuessen í Þýskalandi árið 2002. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Anna Sonja verið einn helsti burðás kvennaliðs SA undanfarin ár, jafnvíg í sókn sem vörn og verðugur fulltrúi íþróttarinnar í alla staði.
f.h. Stjórnar Hokkídeildar S.A.
Bjarni Gautason
Jónas Breki Magnússon hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra íshokkí leikmanna hann er 24 ára gamall fæddur í Reykjavík 16.06.1980. Hann hóf feril sinn sem íshokkí leikmaður 1990 þá 10 ára að aldri með Birninum. Hann hefur verið lykil leikmaður í öllum landsliðum íslands frá því að farið var að leika á alþjóða vetvangi. Jónas Breki var útnefndur skautamaður ársins 1999 og 2000. Jónas Breki hefur æft og leikið erlendis síðustu ár, fyrst í Svíþjóð með Malmö og Kristjansand og síðan í Finnlandi með Vammala. Síðustu tvö ár hefur hann síðan leikið með 1. deildar liði Gladsaxe í Danmörku. Jónas Breki hefur átt gott íshokkí ár. Á heimsmeistaramóti karla 3 deild sem leikin var í Reykjavík var hann kjörinn besti leikmaður mótsins, og á síðari hluta ársins hefur hann verið að leika sérlega vel með liði sínu í Gladsaxe og jafnan verið einn af þremur markahæstu mönnum dönsku fyrstu deildarinnar. Jónas Breki hefur verið íþróttinni til sóma og er góð fyrirmynd fyrir unga og áhugasama leikmenn