Karfan er tóm.
Kvennalandsliðið vann frábæran 3-0 sigur á sterku liði Ástralíu í dag. Liðið er nú komið með tvo sigra og eiga því góða möguleika á því að ná verðlaunasæti.
Diljá Björgvinsdóttir skoraði fyrsta markið á 4. mínútu og aðeins hálfri mínútu síðar skoraði systir hennar Silvía eftir undirbúning Birnu Baldursdóttur og Guðrúnar Viðarsdóttur. Arndís Sigurðardóttir skoraði svo þriðja mark Íslands með stoðsendingu frá Jónínu Guðbjartsdóttur eftir aðeins 10 mínútna leik. Ástralía sótti hart það sem eftir lifði leiks en Íslenska vörnin var sterk og Karítas Halldórsdóttir markvörður skellti hreinlega í lás. Frábær sigur hjá Íslenska liðinu í dag og næsta verkefni er gegn heimaliði Spánar á þriðjudag en leikurinn hefst kl 19.00 á íslenskum tíma. Af þeim liðum sem Ísland á eftir að mæta þá eru Spánn og Slóvenía kannski fyrirfram talin sterkustu þjóðirnar í mótinu þó ekki ósigrandi en Belgía hefur tapað báðum sínum leikjum.