Ísland tapaði fyrir Slóveníu í gær - úrslitaleikur í dag.

Höllin í Jaca (mynd: María Stefándóttir)
Höllin í Jaca (mynd: María Stefándóttir)

Íslenska kvennalandsliðið í Íshokkí tapaði gegn Slóvenía í gær með 7 mörkum gegn 2. Liðið á þá enn möguleika á verðlaunasæti en til þess þarf liðið að vinna Belgíu í dag.

Ísland skoraði fyrsta mark leiksins í gær en það skoraði Jónína Guðbjartsdóttir en Ísland leiddi 1-0 eftir fyrstu lotu. Slóvensku stelpurnar voru sterkari aðilinn í annarri lotu og skoruðu þrjú mörk án þess að Ísland næði að svara. Slóvenía hélt áfram að bæta í forystuna í þriðju lotu og skoruðu fjögur mörk í henni en eina mark Íslands í lotunni skoraði Silvía Björgvinsdóttir með stoðsendingu frá Jónínu Guðbjartsdóttur. Silvía hefur þar með skorað 5 mörk í mótinu og hefur skorað næst flest mörk allra leikmanna í mótinu. Slóvenía er í efst sæti deildarinnar eins og stendur en í dag fara fram síðustu leikirnir sem skera munu úr um lokastöðuna en 5 lið eiga möguleika á verðlaunasæti þar sem aðeins þremur stigum munar á liðinu í 1. og 5. sæti. Leikurinn í dag er því algjör úrslitaleikur fyrir Íslenska liðið en leikurinn hefst kl 15.30 og er sýndur beint hér þá þessari vefslóð.