Karfan er tóm.
Lið SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí kvenna með 8-1 sigri á Birninum í kvöld. Sjöundi
Íslandsmeistaratitillinn í röð. Hafa unnið í tólf af þeim fjórtán skiptum sem keppt hefur verið um titilinn.
Ef til vill hafði spennustigið einhver áhrif á
leik beggja liða í upphafi. Fyrstu tíu mínuturnar einkenndust af baráttu, fáum færum og ekkert þurfti að stoppa klukkuna fyrr en um miðjan
fyrsta leikhluta.
Það var ekki fyrr en eftir tæplega tólf mínútna leik sem SA náði forystunni. Þar var á ferðinni Thelma María
Guðmundsdóttir með stoðsendingu frá Hrund Thorlacius. Skömmu seinna bætti SA við öðru marki. Védís Áslaug Valdemarsdóttir
skoraði, en stoðsendingar áttu Sarah Smiley og Solveig Gærdbo Smáradóttir.
Þrátt fyrir tveggja marka forystu SA og meiri sóknarþunga þeirra en gestanna var leikurinn eiginlega í járnum þangað til undir lok annars
leikhluta þegar SA bætti við þriðja markinu og síðan því fjórða á fyrstu mínútu þriðja leikhluta.
Þriðja markið skoraði Linda Brá Sveinsdóttir án stoðsendingar og síðan skoraði Birna Baldursdóttir fjórða markið
með stoðsendingu frá Védísi og Guðrúnu Blöndal. Þegar þarna var komið var varla spurning um það hvoru meginn
Íslandsbikarinn myndi lenda, en Bjarnarstelpur eiga hrós skilið fyrir góða baráttu í leiknum.
SA hélt markaskoruninni áfram í þriðja leikhluta og gerði endanlega út um leikinn. Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði fimmta
mark SA með stoðsendingu frá Söruh Smiley og Sunnu Björgvinsdóttur. Diljá Sif Björgvinsdóttir skoraði sjötta markið án
stoðsendingar, Sarah Smiley skoraði sjöunda markið með stoðsendingu frá Sunnu Björgvinsdóttur og Arndísi Sigurðardóttur. Um miðjan
lokaleikhlutann skoraði Linda Brá Sveinsdóttir áttunda markið, stoðsending frá Guðrúnu Blöndal og Védísi Áslaugu
Valdemarsdóttur.
Innan við mínútu eftir áttunda mark SA komust Bjarnarstelpur loks á blað þegar Sigríður Finnbogadóttir skoraði þeirra eina mark
í leiknum með stoðsendingu frá Hörpu Dögg Kjartansdóttur.
"Ekki slæmur leikur"
SA-stelpurnar voru kannski ekki að spila sinn besta leik í vetur, en hafa verður í huga að mótspyrnan var meiri en oft áður eins og fyrirliðinn, Anna
Sonja Ágústsdóttir benti á í samtali við fréttaritara eftir leikinn: "Þetta var ekkert slæmur leikur. Þær mættu með
marga leikmenn og gott lið. Rikki var á bekknum og stjórnaði liðinu, en hann hefur ekki alltaf verið með þeim í vetur. Hann stjórnar liðinu
mjög vel og nær því besta út úr þeim," sagði Anna Sonja. "Það var smá stress í byrjun en það létti yfir
öllu hjá okkur þegar við skoruðum."
Sarah Smiley sagði leikinn hafa verið skemmtilegan. "Björninn sýndi góða baráttu og kannski var stress í báðum liðum í upphafi
leiks, en við komumst í gang um leið og við skoruðum fyrsta markið."
Lars Foder, þjálfari SA, var ekki margmáll eftir leikinn, kvaðst þó að sjálfsögðu ánægður með að hafa
unnið.
Sjöunda skiptið í röð
Skautafélag Akureyrar er Íslandsmeistari í íshokkí kvenna sjöunda skiptið í röð og tólfta skiptið alls á þeim
fjórtán árum sem keppt hefur verið um titilinn. Lið SA er auðvitað vel að þessum titli komið, félagið hefur á að skipa
breiðum hópi sterkra leikmanna á öllum aldri, allt frá fermingu og upp í...
Mörk/stoðsendingar
SA
Linda Brá Sveinsdóttir 2/0
Védís Áslaug Valdemarsdóttir 1/2
Sarah Smiley 1/2
Thelma María Guðmundsdóttir 1/0
Birna Baldursdóttir 1/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/0
Diljá Sif Björgvinsdóttir 1/0
Guðrún Blöndal 0/2
Sunna Björgvinsdóttir 0/2
Hrund Thorlacius 0/1
Solveig Gærdbo Smáradóttir 0/1
Arndís Sigurðardóttir 0/1
Refsingar: 14 mínútur
Varin skot: 14 (2+8+4)
Björninn
Sigríður Finnbogadóttir 1/0
Harpa Dögg Kjartansdóttir 0/1
Refsingar: 4 mínútur
Varin skot: 32 (5+15+12)