Íslandsmót 2015 - Undankeppni

Í gær var leikin 3. umferð í undankeppni Íslandsmótsins.  Freyjur sigruðu Garpa 9-5 og Ice Hunt lagði Dollý 9-5.  Öll lið eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina og jafnvel gæti farið svo að öll liðin endi með sama stigafjölda. Það gæti því komið til greina að úrslit ráðist á vítaskotum.  Þar standa Víkingar og Garpar best að vígi en Ice Hunt og Dollý eru með lakastan árangur.  Úrslit og stöðu má sjá hér.

Vakin er athygli á því að 4. umferð fer fram í kvöld en ekki á morgun eins og fyrirhugað var.  Garpar leika við Ice Hunt og Víkingar við Freyjur.  Fáum svellið kl. 19:00 og reiknað með að leikir hefjist upp úr 19:30.