Karfan er tóm.
Garpar Íslandsmeistarar í krullu árið 2025
Garpar og IceHunt spiluðu úrslitaleik um titilinn mánudaginn 7. apríl og er skemmst frá að segja að Garpar hafi unnið sannfærandi eða 12 - 0. Grísir og Stuðmenn léku um þriðja sætið og þar unnu Grísir einnig sannfærandi 14 - 1 og enduðu þar með í þriðja sæti mótsins. Víkingar unnu síðan Riddara í leik um fimmta og unnu þann leik 11 - 1 . Hér til hliðar eru úrslit leikjanna í úrslitakeppninni.