Íslandsmótið i krullu: Mammútar deildarmeistarar

Deildarmeistarar á Íslandsmótinu í krullu 2010, Mammútar. Frá vinstri: Jón Ingi Sigurðsson, Haraldur…
Deildarmeistarar á Íslandsmótinu í krullu 2010, Mammútar. Frá vinstri: Jón Ingi Sigurðsson, Haraldur Ingólfsson, Jens Kristinn Gíslason, Ólafur Freyr Númason og Sveinn H. Steingrímsson.
Lokaumferðin í deildarkeppni Íslandsmótsins í krullu fór fram í kvöld. Mammútar eru deildarmeistarar annað árið í röð. Garpar, Víkingar og Fífurnar fylgja þeim í úrslitin.

Fyrir lokaumferðina höfðu þrjú lið tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en önnur þrjú börðust um fjórða lausa sætið. Mammútar, Víkingar og Garpar höfðu þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, aðeins spurning um í hvaða sæti þau röðuðust í deildarkeppninni, og þar með um stöðu þeirra í úrslitakeppninni. 

Svo fór að Mammútar sigruðu Skytturnar en það þýddi að Mammútar urðu deildarmeistarar með 10 sigra en Skytturnar féllu niður í sjötta sætið vegna þess að á sama tíma og liðið tapaði sínum leik unnu keppinautarnir sína leiki, þ.e. Fífurnar og Riddarar. Fífurnar unnu Svarta gengið og Riddarar unnu Üllevål. Þetta voru einmitt þau úrslit sem Fífurnar þurftu því með sigri komst liðið í fjórða sætið en Riddarar enduðu í því fimmta. Fífurnar, Riddarar og Skytturnar enduðu jöfn með sjö sigra en Fífurnar raðast efst af þessum þremur vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum þessara þriggja liða. Fyrir ofan þessi lið eru svo Garpar og Víkingar, sem áttust við í lokaumferðinni. Garpar höfðu þar betur þannig að bæði liðin enda með átta sigra en Garpar raðast ofar. Liðin unnu hvort sinn leikinn en Garpar höfðu betri árangur í skotkeppninni sem fram fór samhliða hverri umferð mótsins.

Úrslit lokaumferðarinnar:

 Riddarar (185,4) - Üllevål (185,4)   8-1 
 Garpar (57) - Víkingar (91)
 9-4
 Mammútar (36) - Skytturnar (55)
 9-2
 Svarta gengið (140) - Fífurnar (90) 
 4-5

Lokastaðan í deildarkeppni Íslandsmótsins varð því þessi:

Lið 
 Sigrar 
 Töp 
1. Mammútar 
10
4
2. Garpar 
 8
6
3. Víkingar 
 8
6
4. Fífurnar
 7
7
5. Riddarar 
 7
7
6. Skytturnar 
 7
7
7. Svarta gengið 
 5
9
8. Üllevål
 4
10

Það verða því Mammútar, Garpar, Víkingar og Fífurnar sem leika í úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu þetta árið en keppnin fer fram um næstu helgi, föstudag og laugardag, 26.-27. mars í Skautahöllinni á Akureyri.

Úrslitakeppnin fer fram eftir svokölluðu "Page play-off" kerfi sem notað er meðal annars á EM og HM í krullu. Þá spila fyrst saman liðin í 1. og 2. sæti og fer sigurvegarinn í þeim leik beint í úrslitaleik um gullið. Tapliðið fer í undanúrslitaleik og fær þar annað tækifæri til að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Hins vegar leika saman liðin í 3. og 4. sæti. Sigurliðið fer í undanúrslitaleikinn gegn tapliði 1-2 leiksins og fær þannig tækifæri til að komast í sjálfan úrslitaleikinn, en tapliðið í 3-4 leiknum fer beint í leik um bronsverðlaunin.

Dagskráin er því svona:

Föstudagur 26. mars kl. 22.00
1-2 Mammútar - Garpar
3-4 Víkingar - Fífurnar

Laugardagur 27. mars kl. 9.00
Mammútar/Garpar (tapliðið) - Víkingar/Fífurnar (sigurliðið)

Laugardagur 27. mars kl. 16.30
Úrslitaleikur - gull/silfur: Mammútar/Garpar (sigurliðið í leik 1-2) gegn sigurliðinu úr undanúrslitaleiknum á laugardagsmorgni
Úrslitaleikur - brons: Víkingar/Fífurnar (tapliðið úr leik 3-4) gegn tapliðinu úr undanúrslitaleiknum á laugardagsmorgni