Karfan er tóm.
Fjórir leikir fóru fram í Íslandsmótinu í krullu í gær. Mammútar með fjórða sigurinn í röð, Skytturnar fylgja þeim eftir.
Úrslit kvöldsins:
Bragðarefir – Mammútar 5-6
Skytturnar – Fífurnar 9-3
Norðan 12 – Svarta gengið 4-2
Garpar – Víkingar 2-4
Mammútar halda efsta sætinu, hafa nú unnið fjóra leiki og eru með átta stig. Skytturnar fylgja þeim fast eftir, hafa unnið þrjá leiki og eru með sex stig. Hvorugt þessara liða hefur tapað stigi til þessa. Norðan 12 kemur næst með fimm stig og síðan Kústarnir og Víkingar með fjögur stig. Vakin er athygli á því að í valmyndinni hér til hliðar er hægt að smella á Íslandsmót 2008 til að fara á síðu þar sem eru tengingar á reglur mótsins og svo hins vegar öll úrslit, leikjadagskrá og þess háttar.
Næstu leikir verða miðvikudagskvöldið 20. Febrúar:
Braut 2: Skytturnar – Kústarnir
Braut 3: Víkingar – Fálkar
Braut 4: Bragðarefir – Garpar
Braut 5: Riddarar – Mammútar
Ísumsjón: Garpar, Bragðarefir, Riddarar, Mammútar.