Íslandsmótið í krullu: Þrjú lið jöfn á toppnum

Mammútar, Kústarnir og Skytturnar eru efst á Íslandsmótinu í krullu með fjögur stig.

Fjórir leikir fóru fram í Íslandsmótinu í krullu í kvöld. Níu af liðunum ellefu hafa nú lokið tveimur leikjum en Víkingar og Kústarnir hafa leikið þrjá leiki. Staðan nú er þannig að Mammútar, Kústarnir og Skytturnar hafa fjögur stig, Norðan 12 kemur næst með þrjú stig og síðan eru fimm lið jöfn með tvö stig. Einu liðin sem ekki hafa tapað stigi eru Mammútar og Skytturnar. 

Úrslit kvöldsins:

Fífurnar – Kústarnir  3-7
Víkingar – Norðan 12  1-7
Riddarar – Skytturnar  4-6
Svarta gengið – Garpar  6-2

Næsta umferð fer fram miðvikudagskvöldið 13. febrúar. Þá eigast eftirtalin lið við:

Braut 2: Fálkar - Svarta gengið
Braut 3: Kústarnir - Riddarar
Braut 4: Mammútar - Fífurnar
Braut 5: Norðan 12 - Bragðarefir

Ísumsjón: Bragðarefir, Fífurnar, Mammútar, Norðan 12.