Karfan er tóm.
Mammútar og Skytturnar virðast á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins sem fram fara í Skautahöllinni 11. og 12. apríl. Mammútar hafa náð 9 stigum eftir fimm leiki, töpuðu sínu fyrsta stigi gegn Riddurum í gærkvöld. Skytturnar eru nú eina liðið sem ekki hefur tapað stigi en liðið hefur leikið fjóra leiki og fengið 8 stig. Víkingar eru í þriðja sæti með 6 stig og Norðan 12 í fjórða sæti með 5 stig.
Úrslit kvöldsins:
Skytturnar - Kústarnir 6-5
Víkingar - Fálkar 8-3
Bragðarefir - Garpar 9-3
Riddarar - Mammútar 4-4
Næstu leikir verða mánudagskvöldið 25. febrúar:
Braut 2: Svarta gengið - Fífurnar
Braut 3: Garpar - Skytturnar
Braut 4: Fálkar - Riddarar
Braut 5: Norðan 12 - Kústarnir
Ísumsjón: Fálkar, Riddarar, Kústarnir, Norðan 12