Íslandsmótið i krullu: Úrslit 10. umferðar

Tíunda umferð deildarkeppninnar fór fram í kvöld. Mammútar halda toppsætinu, Riddarar fylgja þeim eins og skugginn. Þessi lið mætast í næstu umferð.

Mammútar unnu leik sinn gegn Görpum í kvöld og halda topsætinu en Riddarar fylgja þeim eins og skugginn, sigruðu Svarta gengið í kvöld.Mammútar og Riddarar mætast einmitt í næstu umferð. Víkingar sigruðu Fífurnar og komust þar með í hóp fjögurra efstu, jafnir Skyttunum. Skytturnar eiga þó leik til góða þar sem Üllevål og Skytturnar léku ekki í kvöld vegna forfalla. Leik þeirra liða er frestað til miðvikudagsins 17. mars.

Sem fyrr er keppnin um sæti í úrslitum gríðarlega jöfn og spennandi og eiga öll liðin enn möguleika á að komast í úrslit og ekkert lið öruggt inn í úrslitakeppnina enn sem komið er. Miðað við gang mótsins má reikna með að þegar upp verður staðið verði það innbyrðis viðureignir og jafnvel árangur í skotkeppni sem ræður því hvaða lið fara í úrslitin.

 Fífurnar (162) - Víkingar (54) 
 3-8 
 Svarta gengið (185,4) - Riddarar (151) 
 6-7
 Garpar (22) - Mammútar (18)
 2-7
 Skytturnar - Üllevå  frestað

Staðan er nú þessi:


 Sigrar 
 Töp
 Mammútar 7  3
 Riddarar
 6 4
 Skytturnar  5 4
 Víkingar 5 5
 Üllevål
 4 5
 Svarta gengið
 4 6
 Fífurnar  4 6
 Garpar 4 6

Öll úrslit, leikjadagskrá og tölfræði má finna í excel-skjali hér.

Ellefta umferðin verður leikin mánudagskvöldið 8. mars:

Braut 1: Riddarar - Mammútar
Braut 2: Skytturnar - Garpar
Braut 4: Üllevål - Fífurnar
Braut 5: Víkingar - Svarta gengið

Ísumsjón: Mammútar, Riddarar, Skytturnar, Garpar