Karfan er tóm.
Fífur og Üllevål tóku forskot á annari umferðinni í gær þar sem Svana og Jón Fífuforeldrar verða á ferðalagi erlendis um helgina og koma ekki heim fyrr en á mánudag. Leikurinn í gær fór þannig að Üllevål skoraði 1 í fyrstu umferð og Fífur svöruðu með 4 steinum í annari umferðinni sem aftur Üllevål svaraði með 3 steinum og jöfnuðu leikinn. Üllevål stal síðan 1 í fjórðu og Fífur jöfnuðu 5 - 5 með því að ná 1 í fimmtu umferð. Üllevål náði að skora 1 í sjöttu og síðustu umferðinni en svo naumt var það að mælingu þurfti til að skera úr um hvort liðið átti innsta stein. Üllevål vann því leikinn 6 - 5. Hinir þrír leikirnir verða á mánudag. Liðin sem þá spila eru: Braut 2 Braut 4 Braut 5 Garpar Svartagengið Víkingar Skyttur Mammútar Riddarar Ísumsjón Víkingar Svarta gengið Skyttur