Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí hefur leik á Heimsmeistaramótinu á morgun

Kvennalandslið Íslands í íshokkí hefur keppni á morgun, laugardag, á heimsmeistaramótinu í II deild B sem fram fer í Valdemoro á Spáni. Fyrsti leikur liðsins er gegn heimaliði Spánar og hefst leikurinn kl. 19.15 á íslenskum tíma en beina útsendingu frá leiknum má finna hér.

Liðin í riðlinum auk Íslands eru: Spánn, Nýja Sjáland, Rúmenía, Tapei og Tyrkland. 

Íslenska liðið lenti í 4. sæti í mótinu sem haldið var á Akureyri í fyrra en besti árangur liðsins er 3. sætið í þessari deild. Íslenska liðið hefur bætt við sig Söruh Smiley og Kolbrúni Garðarsdóttur frá því á mótinu í fyrra og eru því til alls líklegar á mótinu í ár. Hægt er að fylgjast með úrslitum liðsins á heimasíðu alþjóða Íshokkísambandsins hér. Og svo að sjálfsögðu á fésbókarsíðu liðsins

SA eiga 15 leikmenn í liðinu í ár en þar að auki eru þær Kolbrún Garðarsdóttir og Herborg Rut Geirsdóttir sem aldar eru upp í félaginu með á mótinu en þær spila báðar erlendis. Fyrnefnd Kolbrún, Berglind Leifsdóttir, Alda Arnardsdóttir, April Orongan og Birta Þorbjörnsdóttir eru allar að taka þátt í sínu fyrsta heimsmeistaratmóti. Þjálfari liðsins er hinn gamalkunni Richard Tahtinen sem þjálfaði hjá Skautafélaginu á árunum 2013-2015 en aðstoðarþjálfari liðsins er formaður Skautafélagsins, Birna Baldursdóttir. Guðrún Blöndal er framkvæmdastýra liðsins og Hulda Sigurðardóttir tækjastjóri.

Liðsskipan Íslands 2018

Markmenn

Lið

Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Reykjavík

Birta Júlía Þorbjörnsdóttir

Skautafélag Akureyrar

 

Framherjar

Lið

Alda Ólína Arnarsdóttir

Skautafélag Akureyrar

April Orongan

Skautafélag Akureyrar

Berglind Rós Leifsdóttir

Skautafélag Akureyrar

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir

Vålerenga Ishockey

Herborg Rut Geirsdóttir

Sparta Warriors

Kolbrún María Garðarsdóttir

U16 Selects Academy Bandaríkin

Kristín Ingadóttir

Reykjavík

Sarah Smiley

Skautafélag Akureyrar

Jónína Margrét Guðbjartsdóttir

Skautafélag Akureyrar

Sunna Björgvinsdóttir

Skautafélag Akureyrar

Silvía Rán Björgvinsdóttir

Skautafélag Akureyrar

 

Varnamenn

Lið

Arndís Eggerz

Skautafélag Akureyrar

Eva María Karvelsdóttir

Skautafélag Akureyrar

Guðrún Marín Viðarsdóttir

Skautafélag Akureyrar

Ragnhildur Kjartansdóttir

Skautafélag Akureyrar

Thelma María

Skautafélag Akureyrar

Teresa Regína Snorradóttir

Skautafélag Akureyrar

Karen Ósk Þórisdóttir

Reykjavík

Anna Sonja Ágústsdóttir

Skautafélag Akureyrar

 

Starfsfólk landslið Íslands:

Richard Tahtinen

Þjálfari

Birna Baldursdóttir

Þjálfari

Margét Ýr Prebensdóttir

Sjúkraþjálfari

Hulda Sigurðardóttir

Tækjastjóri

Guðrún Kristín Blöndal

Liðsstjóri