Karfan er tóm.
Íslenska landsliðið í íshokkí skipað leikmönnum 18 ára er búið að vinna alla leiki sína á heimsmeistaramótinu í III deild A sem fram fer í Taívan. Liðið vann í gær Mexíkó eftir vítakeppni og lagði svo Suður-Afríku í dag með fimm mörkum gegn fjórum.
Heiðar Kristveigarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum en bæði Sigurður Þorsteinsson og Hafþór Sigrúnarson áttu stoðsendingar í leiknum. Liðið er nú í góðri stöðu til að vinna gullverðlaun og koma sér upp um deild en til þess að tryggja það þarf liðið að ná stigum gegn Ísrael í síðasta leik sínum á laugardag.
Svona eru úrslitin hjá liðinu það sem af er móti:
Ísland-Taívan 3-1
Ísland-Búlgaría 5-4
Ísland-Mexíkó 3-2 eftir vítakeppni
Ísland-Suður-Afríku 5-4
Hér eru strákarnir okkar (mynd: Árni Geir Jónsson fararstjóri)