Á dögunum valdi stjórn Skautafélagsins íþróttamann félagsins, 2006. Fyrir valinu varð 
Jón Gíslason, sem er einn fremsti íshokkíspilari okkar íslendinga. Í framhaldi af því lenti hann í þriðja sæti sem íþróttamaður Akureyrar sem er frábær árangur.
Jón spilaði spilaði stóra rullu á síðasta ári á öllum vettvöngum en hann varð fyrsti atvinnumaður okkar í íshokkí þegar hann keppti með liði Norðurlandabúa í Asíudeildinni. Jón hefur ekki látið sig vanta í landslið Íslands undanfarinn áratug, hvort sem um ræðir unglingalandslið eða aðallandsliðið. Jón er 23 ára gamall.