Íþróttamenn ársins heiðraðir af ÍBA

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason
Myndir: Þórir Ó. Tryggvason


Anna Sonja Ágústsdóttir, íþróttamaður SA 2012, var ásamt íþróttamönnun fimmtán annarra aðildarfélaga ÍBA heiðruð í hófi á Hótel Kea í dag. 

Að lokinni undirskrift styrktarsamninga vefna Afrekssjóðs Akureyrarbæjar og heiðursviðurkenningum íþróttaráðs Akureyrarbæjar voru kynntir þeir 16 íþróttamenn frá jafnmörgum félögum sem voru í kjöri til sæmdarheitisins íþróttamaður Akureyrar 2012.

Þeirra á meðal var auðvitað okkar fulltrúi, Anna Sonja Ágústsdóttir. Íþróttamaður Akureyrar 2012 var valin Arna Sif Ásgrímsdóttir úr Þór, Rannveig Oddsdóttir úr UFA varð önnur og Guðmundur S. Guðlaugsson úr Bílaklúbbi Akureyrar þriðji.

Anna Sonja fékk að gjöf bókina Máttur viljans eftir Guðna Gunnarsson frá bókaforlaginu Sölku, borðspilið Fimbulfamb frá Bjarti og Veröld, þriggja mánaða kort á líkamsræktarstöðina Bjarg og miða á sýningu Leikfélags Hörgdæla á Djáknanum á Myrká. Myndirnar með þessari frétt tók Þórir Ó. Tryggvason við athöfnina í dag.