Karfan er tóm.
Jens Kristinn Gíslason er krullumaður ársins 2012. Þetta er niðurstaða kosningar á meðal krullufólks.
Þetta er í annað skiptið sem Jens er valinn krullumaður ársins en síðast var hann valinn árið 2010.
Jens er fyrirmyndar íþróttamaður og þekktur fyrir yfirvegun, nákvæmni, vandvirkni og samviskusemi. Hann leggur sig ávallt allan fram á æfingum og í keppni og miðar alltaf að því að gera betur. Hann hefur verið í fremstu röð krullufólks um nokkurra ára skeið. Jens er lykilmaður í liði Mammúta sem unnu Íslandsmeistaratitilinn og Gimli mótið árið 2012. Einnig tók liðið þátt í C-keppni Evrópumóts landsliða sem fram fór í Tyrklandi í október, en þetta er í þriðja sinn sem Jens keppir á Evrópumóti fyrir Íslands hönd.
Jens er vel að þessari nafnbót kominn enda er hann góður fulltrúi krullufólks innan lands sem utan.