Jóhann Már og Shawlee íþróttafólk hokkídeildar

 

Í liðinni viku kynnti stjórn hokkídeildar íþróttafólk deildarinnar 2024, Jóhann Má Leifsson og Shawlee Gaudreault. Þau eru vel að titlinum komin, hvort sem litið er til árangurs á ísnum, sem góðir liðsfélagar, fyrirmyndir yngri leikmanna og félagar Skautafélagsins. Þau eru ætíð tilbúin að leggja lið og rétta hjálparhönd ef á þarf að halda fyrir hokkídeildina eða félagið.

Það var sannarlega kátt í höllinni við þessi tímamót en í kjölfarið hófst jólaball yngri flokka en sú skemmtilega hefð hefur skapast að leikmenn meistarflokka mæta þar og dansa í kringum tréð og skauta með krökkunum.