Stjórn ÍHÍ hefur valið hana Jóku okkar íshokkíkonu ársins og er hún vel að titlinum komin. Textinn hér að neðan er tekinn af heimasíðu ÍHÍ
Jónína Guðbjartsdóttir er 26 ára Blöndósingur sem hóf að æfa íshokkí aldamótaárið 2000 þegar skautahöllin á Akureyri var tekin í notkun. Hún hefur því leikið með kvennaliði Skautafélags Akureyrar frá því að það var stofanð. Segja má að Jónína hafi spilað allar stöður á vellinum þvi að fyrstu tvö árin lék hún í marki. Haustið 2002 hætti hún í marki og hefur spilað bæði sem varnar og sóknarmaður síðan ásamt því að vera núverandi fyrirliði SA. Jónína hefur spilað alla leiki sem spilaðir hafa verið á íslandsmóti kvenna í íshokkí og unnið til sex Íslands-meistaratitla með liði sínu SA. Jónína hefur leikið alla landsleiki sem íslenskt kvennalandslið hefur spilað í alþjóðlegum mótum og var aðstoðarfyrirliði þegar liðið tók þátt í heimsmeitaramóti kvenna í Rúmeníu.