Jötnar lögðu Húna í gærkvöldi

Ingvar tekur á flug í sókninni. Ljósmynd Ásgrímur
Ingvar tekur á flug í sókninni. Ljósmynd Ásgrímur

Í gærkvöldi mætti hið nýja lið Bjarnarins hingað norður og keppti við Jötnana.  Leikurinn var frekar jafn í upphafi en Jötnarnir voru sterkari þrátt fyrir góða spretti Húnanna.  Leiknum lauk með 4 - 2 sigri Jötna og mörkin skoruðu Andri Freyr Sverrisson með tvö, Birgir Þorsteinsson og Sæmundur Leifsson.  Já ég sagði Sæmundur Leifsson.  Sæmi sem öllu vanari er að standa á milli stanganna spilaði sem útileikmaður í þessum leik og setti eitt í lok leiks í tómt mark Húnanna.

 

Með stoðsendingar voru Helgi LeCunt og Hermann Knútur.  Leikurinn var annars bráðfjörugur, mikið um að vera og mikið um brottrekstra.  Ingvar Þór Jónsson spilaði sem lánsmaður frá Víkingum og spilaði sem senter, en á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig hann fór í lofköstum um sóknarsvæðið.