Jötnar með sigur syðra (uppfært með tölum)

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (21.12.2011)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (21.12.2011)


Jötnar sigruðu Húna örugglega í Egilshöllinni á laugardag. Tveir sigrar og tvö töp hjá 3. flokki í Laugardalnum.

Leikurinn spilaðist þannig að Jötnarnir höfðu frumkvæðið allan leikinn og lokatölurnar urðu Húnar - Jötnar 6-13. 

Húnar - mörk/stoðsendingar
Úlfar Andrésson 2/0
Sigurður Árnason 1/0
Steindór Ingason 1/0
Sturla Snorrason 1/0
David MacIsaac 1/0
Brynjar Bergmann 0/2
Kópur Guðjónsson 0/1
Viktor Ólafsson 0/1
Andri Helgason 0/1
Hrólfur Gíslason 0/1
Refsingar: 4 mínútur 

Jötnar - mörk/stoðsendingar
Stefán Hrafnsson 2/6
Jóhann Leifsson 4/0
Andri Mikaelsson 2/2
Lars Foder 2/1
Sigurður Reynisson 2/0
Hilmir Guðmundsson 1/0
Prpchzka Zdenek 0/1
Sæmundur Leifsson 0/1
Refsingar: 4 mínútur 

Alls áttu Húnar 40 skot að marki Jötna og Jötnar 34 skot að marki Húna.

Á vef ÍHÍ má sjá leikmannalista, leikskýrslu og stöðuna í deildinni (á vef ÍHÍ

Tveir sigrar og tvö töp hjá 3. flokki
Þriðji flokkur stóð einnig í ströngu fyrir sunnan um helgina, en fyrsta helgarmót vetrarins hjá 3. flokki fór fram í Laugardalnum á föstudag, laugardag og sunnudag.

Úrslit leikja SA í 3. flokki:
SR - SA  7-1
Björninn - SA 13-3
SA - SR 7-5
SA - Björninn 3-3, 4-3 eftir vítakeppni. 

Á vef ÍHÍ má sjá stöðuna í Íslandsmótinu í 3. flokki.