Jötnar sigruðu Fálka

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (13.10.2012)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (13.10.2012)


Jötnar sóttu þrjú stig í Laugardalinn á þriðjudagskvöldið, sigruðu Fálka með fjögurra marka mun. 

Heimamenn í Fálkum komust yfir eftir aðeins eina og hálfa mínútu og bættu svo öðru marki við fyrir miðjan fyrsta leikhlutann. Jötnar leyfðu þeim ekki að skora meira.

Um miðjan fyrsta leikhluta minnkaði Jóhann Leifsson muninn og Orri Blöndal jafnaði leikinn í 2-2 undir lok leikhlutans.

Jötnar náðu síðan tveggja marka forystu með mörkum Lars Foder og Ólafs Ólafssonar í öðrum leikhluta og í þeim síðasta bætti Lars við sínu öðru marki og fimmta marki Jötna. Skömmu fyrir leikslok skoraði svo Jóhann Leifsson sitt annað mark og sjötta mark Jötna. Úrslitin: Fálkar - Jötnar 2-6 (2-2, 0-2, 0-2).

Mörk/stoðsendingar
Fálkar
Viktor Örn Svavarsson 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson 1/0
Guðmundur Þorsteinsson 0/1
Steinar Páll Veigarsson 0/1
Refsingar: 14 mínútur

Jötnar:
Lars Foder 2/2
Jóhann Már Leifsson 2/0
Ólafur Tryggvi Ólafsson 1/1
Orri Blöndal 1/1
Björn Már Jakobsson 0/1
Hafþór Andri Sigrúnarson 0/1
Hilmar Leifsson 0/1
Refsingar 14 mínútur

Jötnar eru með sigrinum komnir í 21 stig, einu stigi meira en Húnar en hafa leikið einum leik meira. Næsti leikur Jötna verður gegn Fálkum í Skautahöllinni á Akureyri þriðjudaginn 22. janúar.

Úrslit og tölfræði í mfl. karla (ÍHÍ).