Til foreldra stúlkna sem fara á Kristalsmótið núna í nóvember,
Ánægjulegt er að sjá að 20 stúlkur ætla á þetta mót og enn ánægjulegra er að sjá að 4 foreldrar hafa gefið kost á sér til að sjá um fararstjórnina og þiggjum við það með þökkum.
Þegar farið er í hópferð á vegum LSA eins og nú verður gert höfum við boðað til fundar með foreldrum til að fara yfir fyrirkomulag ferðarinnar og hnýta sem flesta lausa enda sem og að svara spurningum foreldra.
Boðum við því hér með til fundar mánudagskvöldið 8. nóvember kl. 19:30 í salnum á efri hæðinni í Skautahöllinni.
Þar munu fulltrúar foreldrafélagsins mæta og ræða við ykkur foreldra um þessa ferð.
Nauðsynlegt er að fulltrúar allra stúlknanna mæti á fundinn til að tryggja ánægjulega og vandamálalausa ferð, þetta eru jú " prímadonnur ".
Það sem liggur hins vegar ljóst fyrir núna er að,
- farið verið af stað uppúr hádegi á föstudeginum, kl. 13:00 eða 14:00
- gist á Farfuglaheimilinu í Laugardal, stúlkurnar þurfa að koma með svefnpoka eða rúmföt með sér
- keppt verður í Egilshöll
- komið heim um kvöldmat á sunnudagskvöldinu
- áætlaður kostnaður 14-15.000 krónur á hvern keppanda, þ.e. fyrir rútu og gistinu, foreldrafélagið sér um fæðiskostnað hópsins
Með von um góða mætingu.
Kveðja f.h.
Foreldrafélags LSA
Hermann Karlsson
formaður