Skytturnar unnu Gimli Cup 2011.
Gimli Cup hefst í kvöld og verður dregið um töfluröð fyrir leiki kvöldsins. Sex lið hafa skráð sig til leiks og verður leikin einföld
umferð allir við alla.
Þetta verður í tólfta skiptið sem keppt er um hinn veglega Gimli-bikar, en Krulludeildin fékk hann að gjöf við opnun Skautahallarinnar
árið 2000. Það voru þau Alma og Ray Sigurdsson frá Gimli í Manitóba sem færðu akureyrsku krullufólki bikarinn og hefur verið keppt
um hann frá 2001.
Leikið verður öll mánudagskvöld til og með 26. nóvember. Ef fresta þarf leikjum verða þeir spilaðir á miðvikudagskvöldum
á þessu tímabili.
Átta umferða leikir
Ákvörðun hefur verið tekin um að leikir verða áfram 8 umferðir eins og í Akureyrarmótinu
á dögunum og Íslandsmótinu sl. vetur. Rétt er þó að vekja athygli á að lið eru að sjálfsögðu ekki skyldug til
að spila allar átta umferðirnar því staðan getur verið orðin vonlítil áður en að því kemur.
Virðum reglurnar
Einnig er vert að hafa í huga að samkvæmt krullureglum WCF má ekki halda leik áfram ef það er orðið tölfræðilega
ómögulegt fyrir lið að jafna leikinn. Til dæmis ef verið er að spila áttundu umferðina, annað liðið er fimm stigum undir og fjórir
steinar úr leik. Þá er ekki mögulegt fyrir liðið sem er undir að jafna leikinn og skal leik þá hætt en umferðin ekki
kláruð.
Mikilvægt að halda hraða
Jafnframt er mikilvægt að vera ávallt vakandi fyrir því að láta leikinn halda vel áfram, vera tilbúin(n) að senda stein þegar
röðin kemur að leikmanni og verja ekki óþarflega löngum tíma í að velta fyrir sér hvað gera skuli í stöðunni. Að
jafnaði er miðað við að hver umferð eigi að hámarki að taka 15 mínútur, en með samstilltu átaki er auðvelt
að spila flestar umferðir á nokkuð styttri tíma en það.
Liðin sem skráð eru til leiks:
- Fífurnar (Gísli Kristinsson, Heiðdís B. Karlsdóttir, Jón G. Rögnvaldsson, Svanfríður Sigurðardóttir).
- Garpar (Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Hallgrímur Valsson, Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson).
- Ice hunt (Davíð Valsson, Kristján Þorkelsson, Rúnar Steingrímsson, Sævar Örn Sveinbjörnsson).
- Mammútar (Jens Kristinn Gíslason, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason, Ragnar Jón Ragnarsson, Sveinn H. Steingrímsson).
- Skytturnar (Ágúst Hilmarsson, Árni Ingólfsson, Jón S. Hansen, Sigurgeir Haraldsson og Tryggvi Gunnarsson).
- Urtur (Hannela Matthíasdóttir, Hugrún Ósk Ágústsdóttir, Ómar Ólafsson, Rannveig Jóhannsdóttir,
Sigfús Sigfússon)Ein breyting er frá þessum reglum, en upphitun er nú fjórar mínútur í stað sex eins og stendur í
skjalinu.
Krullufólk er hvatt til að mæta tímanlega í kvöld, bæði vegna dráttarins og til að 1-2 frá hverju liði geti hjálpað
til við undirbúning á svellinu.