Karfan er tóm.
Mánudagskvöldið 2. september verður fyrsta krulluæfingin á þessu hausti, á hefðbundnum æfingatíma Krulludeildarinnar.
Æfingatímar fyrir krullu eru óbreyttir frá liðnum vetri, þ.e. á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Á mánudögum er heflað kl. 20.00 og ætti vinnu við krullusvellið því að vera lokið um 20.30 eða upp úr því. Æfingatíminn á miðvikudagskvöldum er klukkustund seinna. Ætlunin er að halda þeim æfingatíma og meta stöðuna út frá nýtingu þegar líður á haustið.
Krullufólk er hvatt til að mæta á mánudagskvöldið og taka með sér vin til að kynna þessa bráðskemmtilegu íþrótt og stuðla að fjölgun iðkenda.