Karfan er tóm.
Nú eru staddir í Kína þrír leikmenn SA með U18 ára landsliði Íslands.
Það er gríðarlegt ævintýri að heimsækja þetta merkilega land svo fjarri heimaslóðum. Á frídegi liðsins í gær var Kínamúrinn margfrægi skoðaður og líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd var hann ansi brattur þar sem komið var að honum. Flestir leikmenn liðsins gerðu sér lítið fyrir og fóru alveg upp á hæsta punkt sem tók u.þ.b. klukkustund. Meðfylgjandi mynd er af leikmönnum SA, þeim Orra Blöndal, Andra Mikaelssyni og Sigurði Árnasyni. Þess má til gamans geta að einhver mistök voru gerði hjá Alþjóða Íshokkísambandinu við prentun á nafnamerkingu á skyrtunni hans Andra en þar stendur stórum og skýrum stöfum; MAKRELSSON... og gerum við ráð fyrir því að hann muni gegna því nafni sem eftir er.
Strákarnir biðja allir fyrir kveðju heim.