Karfan er tóm.
Þó er óhætt að segja að þær yngri hafi komið á óvart í vetur því fyrirfram var ekki gert ráð fyrir því að þær gætu velgt hinum eldri í SA og Birninum undir uggum, en þær hafa þó krækt í jafntefli eftir venjulegan leiktíma gegn báðum liðunum. Þar að auki má sjá stöðugar framfarir hjá liðinu og munurinn á þeim og hinum liðunum minnkar jafnt og þétt.
Það er því á þessu stigi nokkuð ljóst að það verða þær eldri sem munu tryggja sér sæti í úrslitum, en regluverkið heimilar engu að síður sameiningu SA-liðanna í úrslitakeppni. Björninn hefur þegar tryggt sér heimaleikjaréttinn en liðið hefur 7 stiga forskot í deildinni með 20 stig eftir 8 leiki, eða 4 umferðir.
Þrátt fyrir að um innanfélagsleik sé að ræða þá eru þessar viðureignir engu að síður skemmtilegar og nauðsynlegur liður í undirbúningi liðsins fyrir komandi átök í úrslitum. Áhugafólk um íshokkí er því eindregið hvatt til að kíkja í Skautahöllina á morgun og hrópa ÁFRAM SA!