Um næstu helgi verður í Egilshöllinni síðasta mót vetrarins fyir yngstu iðkendurna. Fimmtu, sjöttu og sjöundu flokkar félaganna þriggja leiða þar saman hesta sína og eru þessi mót þau fjölmennustu í hokkíinu á landsvísu og mikil skemmtun, bæði fyrir börnin og áhorfendur.
Björninn var að gefa út dagskrá mótsins og er hægt að skoða hana hér. Þessa sömu helgi spila líka SA og SR í 2.flokki í Laugardalnum. Fyrri leikinn á föstudagskvöldið kl.20,45 og þann seinni á laugardagskvöldið á sama tíma. Þarna er staðan þannig að til að tryggja sér sigur í þessum flokki þarf SA að vinna báða leikina. ÁFRAM SA .....................