Karfan er tóm.
Sæl öll!
Það verður frí í dag en æfingar á morgun og þriðjudag kl. 17 - 18, mæting við skautahöll.
Á morgun mánudag munum við taka venjulega afísæfingu en í lokin mun Helga byrja að kenna yngri iðkendunum atriðið fyrir landsmót UMFÍ, við ætlum að miða við að þeir sem kepptu síðasta vetur í 12 og 10 ára og yngri hópum (a,b eða c) verði í því atriði en hinar sem kepptu síðasta tímabil í 14 ára og yngri, novice og svo eldri hópum verði í atriði sem Sigyn hjá Point er að undirbúa. Það atriði er mjög einfalt, hlaupa inn í salinn með regnhlífar og mynda töluna 100.
Mikilvægt er að við náum að manna þessi 2 atriði enda er þetta bæði auglýsing fyrir deildina og líka tækifæri fyrir okkur til að vera sýnileg!! Þannig að ég vil biðja þá sem áhuga hafa á að taka þátt í þessum atriðum, bæði yngri og eldri, að replya á mig svo ég sjái hverjir ætla að vera með og að muna að mæta á morgun og þriðjudag, það er MJÖG mikilvægt. Þið sem eruð í "eldri" iðkenda atriðinu þurfið svo að mæta á æfingu upp í boga strax að lokinni afísæfingu á morgun eða kl. 18.
Hér er það sem við fengum sent frá landsmótsnefnd:
Landsmót UMFI verður haldið á Akureyri dagana 9.-12. júlí n.k. Mótið verður sett við hátíðlega athöfn föstudaginn 10. júlí kl 19.30 með opnunaratriði þar sem krakkar 12 ára og yngri frá 24 íþróttafélögum í Eyjafirði sýna æfingar, í 24 reitum á vellinum undir lifandi tónlistaratriði. Hugmyndin er að krakkarnir, áætlaðir um 10 frá hverju félagi, verða klæddir í sinn liða- eða æfingabúning. Mikið er lagt upp úr skemmtilegri og lifandi stemningu. Áætlað er að atriðið taki um 10-15 mínútur.
Sjáumst á morgun