Landvættirnir fengu að kynnast svellinu

Flottur stíll, flottur búningur, flott íþrótt!
Flottur stíll, flottur búningur, flott íþrótt!
Bragðarefir kenndu Landvættunum réttu tökin.

Margir kannast við auglýsingar fyrir P.O.G. þar sem eru sterkar vísanir í okkar skemmtilegu íþrótt, með parkett í stað íss. Þegar auglýsingarnar tóku að birtast brugðust Bragðarefirnir okkar við og buðu Landvættunum að mæta á svellið og taka almennilega á því á hálum ís í staðinn fyrir hart parkett. Síðastliðinn föstudag opnaði P.O.G. nýja verslun hér á Akureyri og var tækifærið notað til að kynna Landvættina fyrir svellinu - og kominn tími til því þeir hafa hingað til aðeins haft tækifæri til að æfa sig á parkettinu.

Í fréttaskeyti frá Bragðarefunum kemur fram að þetta hafi verið bráðskemmtileg uppákoma og allir hlutaðeigandi hafi skemmt sér hið besta. Myndirnar sem hér fylgja eru af liðunum saman og svo önnur sem sýnir "parkettstílinn" á svellinu. Búningarnir myndu áreiðanlega þykja sérstakir ef Landvættirnir gerðu alvöru úr því og tækist að fara á Ólympíuleikana.

Myndir hér