Karfan er tóm.
Nóg að gera um helgina, bæði hjá listskauturum og hokkíspilurum. Haustmót ÍSS á Akureyri, 3. flokkur í hokkíinu
að keppa syðra. Stytt opnun fyrir almenning í dag vegna mótsins.
Núna um helgina fer fram Haustmót ÍSS í Skautahöllinni á Akureyri. Mótið hófst með formlegum æfingum í gær en keppni hófst síðan í bítið í morgun og stendur fram á kvöld, með hléi kl. 13-16 þegar opið er fyrir almenning á svellið.Það er því tilvalið fyrir fólk að kíkja í höllina og bregða sér á skauta á milli þess sem fylgst er með tilþrifunum á svellinu. Vakin er athygli á að vegna mótsins er almenningstíminn klukkustund styttri í dag en venjulega.
Dagskrána má sjá á vef Skautasambandsins - hér - og keppendalistann - hér. Ástæða er til að hvetja fólk til að líta við í Skautahöllinni í dag og fylgjast með tilþrifum hinna ungu listskautara.
Hokkíhelgi syðra
Í gær hélt 3. flokkur SA suður yfir heiðar en núna um helgina fer fram helgarmót í Skautahöllinni í Laugardal og er það
liður í Íslandsmótinu. SA lék sinn fyrsta leik í gærkvöldi og beið þá lægri hlut gegn SR, 7-2. Dagskrá mótsins
má finna á vef Hokkísambandsins - hér.
Og ekki má síðan gleyma því að Jötnar heimsækja húna í Egilshöllina í mfl. karla á laugardag.
Við segjum nánar frá úrslitum, bæði í listhlaupinu og hokkíinu strax eftir helgina.