Karfan er tóm.
George Kenchadze tók við stöðu yfirþjálfara listhlaupadeildar í byrjun maí. Georg er fæddur í Tiblisi í Georgíu. Þar til hann varð 12 ára keppti hann fyrir hönd Georgíu og vann landsmeistaratitla fyrir Georgíu. Þá var honum boðið að keppa fyrir hönd Búlgaríu. Hann er með víðtæka keppnisreynslu á alþjóðlegum mótum og tók hann meðal annars þrisvar sinnum þátt á Evrópumeistaramóti og heimsmeistaramótum fyrir hönd Búlgaríu. Árið 2012 ákvað hann að hefja keppni í ísdansi og tók hann þátt á Evrópumeistaramótinu 2012 í Ísdansi.
Hann þjálfaði og bjó í nokkur ár í London. Þar náði hann sér í 2. stigs þjálfararéttindi. Hann er með BS gráðu frá ÍþróttaAkademíunni Vasili Levski í Sofia í Búlgaríu með aðaláherslu á skautaþjálfun og 2014 útskrifaðist hann með Meistarapróf í Íþrótta stjórnun.
Hann er sjöfaldur Búlgaríumeistari í listhlaupi á skautum. Sex sinnum sem sóló skautari og einu sinni í ísdansi.
Við bjóðum George velkomin til starfa og hlökkum til þess að starfa með honum á komandi tímabili.