Litið um öxl: Ótrúlegt safn krullusteina og minjagripa

Myndin er tekin af forsíðu curlinghistory.blogspot.com
Myndin er tekin af forsíðu curlinghistory.blogspot.com
Skotinn David B. Smith á "að minnsta kosti 300 steina, síðast þegar talið var".

Á vefnum curlinghistory.blogspot.com er að finna mikið af skemmtilegum fróðleik um sögu krullunnar. "Krullusagnfræðingurinn" David B. Smith hefur ásamt Bob Cowan skrifað ýmislegt um sögu krullunnar á þann vef í nokkur ár. Nýjasta greinin er reyndar um David sjálfan, og vísað í myndbrot sem finna má á YouTube þar sem enskur sjónvarpsmaður heimsækir David og kemst að því að húsið hans er nánast fullt af krullusteinum og öðrum minjagripum um íþróttina.

Sjón er sögu ríkari - tenglar á bloggið og myndbrotið á YouTube eru hér að neðan.