Karfan er tóm.
Á morgun mánudag fara fram lokaleikir riðlakeppninnar í janúarmótinu.
Þrjú lið úr hvorum riðli eiga möguleika á að komast í úrslitaleikina. Í A riðli leika Mammútar við Üllevål og Garpar við Pálma group. Vinni Mammútar sinn leik komast þeir í 6 stig jafnir Görpum og ef Pálmi group vinnur Garpa komast þeir einnig í 6 stig sem gerir það að verkum að liðin þurfa að taka skotkeppni til að skera úr um hvaða lið fer í úrslitin þar sem öll liðin hafa þá unnið í kross. Vinni hins vegar Garpar verða þeir efstir í riðlinum og Pálmi group endar í þriðja sæti sama hvernig leikur Üllevål og Mammúta fer þar sem Pálmi group vann Üllevål en tapaði fyrir Mammútum. Í B riðli stendur baráttan á milli Skytta og Svartagengis um sæti í úrslitum. Vinni Skyttur Svartagengið ná þeir 6 stigum og verða efstir í riðlinum þar sem þeir unnu Víkinga sem eru með 6 stig. Vinni Svartagengið enda þeir í öðru sæti þar sem Víkingar unnu Svartagengið og enda því ofar. Leikur Bragðarefa og Fifa sker síðan úr um hvort liðið getur spilað um 5 sætið eftir riðlakeppnina. Lið A5 og B5 leika aðeins einn leik um 9 sætið. Undanúrslitin spilast þannig: A1 B2 A3 B4 A5 B5 B1 A2 B3 A4