Safnað fyrir Tyrklandsferð

Dregið í happdrættinu.
Dregið í happdrættinu.


Happdrætti, uppboð og fleira skemmtilegt á styrktarkvöldi krullulandsliðsins í liðinni viku.

Í liðinni viku stóðu liðsmenn krulluliðsins Mammúta fyrir styrktarkvöldi. Liðið varð Íslandsmeistari 2012 og keppir því fyrir Íslands hönd í C-keppni Evrópumótsins í krullu sem fram fer í Tyrklandi í byrjun október. Styrkartkvöldið var liður í fjármögnun ferðarinnar til Tyrklands.

Mammútar fengu nokkur fyrirtæki til liðs við sig fyrir styrktarkvöldið og héldu happdrætti. Þá hafði Elísabet Inga Ásgrímsdóttir hannað og framleitt nokkra flotta boli þar sem hún notaði myndir af krullufólki, sem faðir hennar, Ásgrímur Ágústsson ljósmyndari, hefur tekið í gegnum tíðina. Fréttaritari kann ekki frekari skil á tækninni sem Beta notaði, en bolirnir voru seldir á uppboði á styrktarkvöldinu. Þess má reyndar einnig geta að bolirnir verða áfram til sölu og væntanlega best að hafa beint samband við hönnuðinn og framleiðandann sjálfan.

Mammútarnir nutu stuðnings nokkurra velviljaðra fyrirtækja vegna styrktarkvöldsins, sem og vegna ferðarinnar sem slíkrar. Má þar nefna Borgarbíó, Sambíóin, Besta bitann, MS, Bakaríið við Brúna, Darra, Heilsuþjálfun, Góu, Taco Bell, Vífilfell og Sprettinn.

Að öðru leyti fólst krullukvöld Mammútanna í því að fólk kom saman, horfði á krullu, át og drakk.