Mammútar Akureyrarmeistarar í krullu


Lið Mammúta vann Akureyrarmótið í krullu 2013, Ice Hunt varð í öðru sæti og Garpar í því þriðja. Hér eru myndir frá verðlaunaafhendingu.

Mammútar luku keppni með fullu húsi stiga og bera titilinn Akureyrarmeistarar í krullu 2013. Liðsmenn eru þeir Jens Kristinn Gíslason, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Freyr Númason, Ragnar Jón Ragnarsson (Humi) og Sveinn H. Steingrímsson. (Tvo hina síðastnefndu vantar á myndina). Myndirnar fengum við hjá Kristjáni Bjarnasyni.


Mammútar: Jón Ingi Sigurðsson, Jens Kristinn Gíslason og Ólafur Freyr Númason. Á myndina vantar Huma og Svein H. Steingrímsson.


Ice Hunt: Davíð Valsson og Kristján Sævar Þorkelsson. Á myndina vantar Harald Ingólfsson, Rúnar Steingrímsson og Sævar Örn Sveinbjörnsson.


Garpar: Kristján Björn Bjarnason, Árni Grétar Árnason, Gunnar Haukur Jóhannesson og Ólafur Hreinsson. Á myndina vantar Hallgrím Valsson.