Mammútar Gimlicup meistarar 2008

Mammútar tryggðu sér titilinn í kvöld

Með sigri á Svatagenginu í kvöld þá tryggðu Mammútar sér Gimli bikarinn þó þeir eigi eftir að leika einn leik við Skytturnar. Mammútar eru komnir með 12 stig eins og Garpar en Mammútar unnu Garpa og enda því ofar hvernig sem síðasti leikur þeirra fer. Garpar enduðu í öðru sæti með 12 stig eftir að Víkingar gáfu leikinn í kvöld en sá leikur skipti engu máli hvað varðar sæti Garpa þar sem ekkert annað lið gat náð þeim að stigum. Fjögur lið eru núna með 6 stig en Skyttur eiga einn leik til góða gegn Mammútum sem verður leikinn á miðvikudagskvöld. Ef Skyttur vinna þá enda þær með 8 stig og enda þar með örugglega í þriðja sætinu. Ef Skyttur tapa þurfa þær aðeins að vinna eina umferð og fá tvo steina til að tryggja sér þriðja sætið þar sem Bragðarefir eru með 6 stig 22 enda og 35 steina. Skyttur eru núna með 6 stig 21 enda og 34 steina. Hin liðin, Riddarar eru með 20 umferðir og Svartagengið með 19 umferðir. Verðlaunaafhending verður að leik loknum á miðvikudag.